Laugardaginn 4. júlí kl. 15.00 verður sýningin Mynd // Hlutur opnuð í Listasafni Reykjavíkur

aslaug              gudlaug

Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir                                                                         Guðlaug Mía Eyþórsdóttir

 

 

Laugardaginn 4. júlí kl. 15.00 verður sýningin Mynd // Hlutur opnuð í Listasafni Reykjavíkur, sýningin er sú þriðja í sumarsýningarröð Kunstschlager í D-sal Hafnarhússins þar sem hver meðlimur Kunstschlager fær með sér valda myndlistarmenn.

Á sýningunni Mynd // Hlutir munu þær Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir og Guðlaug Mía Eyþórsdóttir sýna ný verk.

Fagurfræði Áslaugar og Guðlaugar er ólík. Áslaug notast við dempaða liti, hrá efni eins og steypu, gifs og við og teflir þeim saman við teikningu og málverkið sem verða til sem svar við tilfallandi myndbyggingu verkanna. Guðlaug Mía notar sterka litir og afgerandi form í verkum sínum þar sem hún leikur sér að skynvillum áhorfandans og þenur þannig út víddir miðilsins.

Báðar vinna þær Áslaug og Guðlaug með myndbyggingu og form í verkum sínum. Efnistökin eru myndin sjálf og skúlptúrinn sjálfur sem og efnin sem þær nota. Verkin vísa þannig innávið í sig sjálf.

Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir (f. 1981) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2006 og lauk síðar mastersnámi frá School of Visual Arts í New York árið 2009. Áslaug hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis og hélt sína fyrstu einkasýningu í Hverfisgallerí í mars 2015.

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir (f. 1988) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Hún stofanaði og rak Kunstschlager ásamt fleirum auk þess sem hún stóð að útgáfunni Gamli Sfinxinn sem gefur út myndlistartengt efni af ýmsum toga. Guðlaug Mía hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum bæði hér heima og erlendis.

Sama dag opnar ný vídjóverkadagskrá í Kunstschlager Stofu og Victor Ocares sýnir þar ný verk á Korkinum !


WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com