Laugardaginn 28.febrúar kl 17 00 – gjörningurinn Draumastaða – Um hið andlega í listinni í Kaffistofunni, við hlið Kling & Bang á Hverfisgötu 42

                                                                     898989

 

 

Draumastaða – Um hið andlega í listinni

 

Laugardaginn 28.febrúar kl 17 00 verður fluttur gjörningurinn Draumastaða – Um hið andlega í listinni í Kaffistofunni, við hlið Kling & Bang á Hverfisgötu. Höfundar verksins eru myndlistarmennirnir Huginn Þór Arason og Haraldur Jónsson og munu þeir taka þátt í flutningnum ásamt sjálfboðaliðum og góðum gestum.

Verkið er óvæntur ávöxtur samstarfs listamannanna sem hófst á Akranesi síðastliðið haust. Það er óður til raunveruleikans og gefur tóninn fyrir það sem koma skal. Áhorfendur verða vitni að ákveðnum hreyfimynstrum og mælingum um leið og þeir finna fyrir endimörkum líkamans.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com