E ð Fjall (002)

Laugardaginn 2. nóvember kl. 16 opnar sýning Leifs Ýmis Eyjólfssonar e-ð fjall í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði

Hann fæddist á áttunda áratug síðustu aldar og býr og starfar á Íslandi. Hann útskrifaðist frá Listaháskólanum og hefur sýnt við ýmis tækifæri bæði hér heima og erlendis. Hann hefur fengið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín.  Í list sinni fæst hann aðallega við innsetningar og annað.

Frekari upplýsingar má nálgast hér: Instagram/leifurymir

Sýningin í Úthverfu er innseting sem er unnin að mestu á staðnum í samvinnu við Fánasmiðjuna og FabLab. Sérstakar þakkir fá Örn Smári í Fánasmiðjunni og Þórarinn Bjartur Breiðfjörð hjá FabLab.

Verið velkomin á opnun sýningarinnar á laugardag, listamaðurinn veður viðstaddur opnunina og léttar veitingar í boði.

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða og Ísafjarðarbær styrkja starfsemi Gallerís Úthverfu.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com