Facebook Borði

LAUGARDAGINN 14. NÓVEMBER, KL 13:00 TIL 15:00, VERÐUR HALDINN FÉLAGSFUNDUR Í SÍM- SALNUM, HAFNARSTRÆTI 16, 101 REYKJAVÍK.

Laugardaginn 14. nóvember, kl 13:00 til 15:00, verður haldinn félagsfundur í SÍM- salnum, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík.

Fundinum verður streymt beint – tengill auglýst síðar.

 

Dagskrá fundar:

FRAMLAGSSAMNINGURINN –

SAMNINGUR UM FRAMLAG LISTAMANNA TIL SÝNINGA.

13:00

/// Kynning á samningnum.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM og Ásdís Spanó, verkefnastjóri.

Að frumkvæði Sambands íslenskra myndlistarmanna var í ársbyrjun myndaður starfshópur með fulltingi Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Hafnarborgar, Listasafns Árnesinga, Listasafns Akureyrar og Nýlistasafnsins. Starfshópnum var ætlað að móta tillögur að framlagssamningi fyrir listamenn sem sýna í opinberum listasöfnum á Íslandi. Fjórir fulltrúar störfuðu í starfshópnum ásamt verkefnisstjóra. SÍM tilnefndi Ilmi Stefánsdóttur og Úlf Grönvold myndlistarmenn, og listasöfnin tilnefndu Þorgerði Ólafsdóttur safnstjóra Nýlistasafnsins og Kristínu Scheving deildarstjóra Vasulka-stofu, sem vék úr hópnum en í hennar stað komHalldór Björn Runólfsson safnstjóra Listasafn Íslands.

14:00

/// DRÖG AÐ MYNDLISTARSTEFNU ÍSLENSKRA STJÓRNVALDA

Kristján Steingrímur Jónsson, formaður Myndlistarráðs.

14:40

///VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM

Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM,  segir frá herferðinni “Við borgum myndlistarmönnum” sem verður formlega sett af stað á baráttufundinum í Norræna húsinu, 20. nóvember, kl 16:00.

14:55

15:00

///STARA

  1. tölublað STARA kemur út og er tileinkað herferðinni „VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM“. Í tilefni af herferðinni verður STARA prentað út í 500 eintökum.

Ragna Sigurðardóttir, rithöfundur og þýðandi, veltir fyrir sér afhverju myndlistarmenn fá ekki alltaf greitt fyrir vinnu sína. Hafþór Yngvarsson, safnstjóri, skrifar um mikilvægi þess að greiða listamönnum fyrir vinnu sína til þess að skapa heilbrigt og hvetjandi vinnuumhverfi.

Jón Proppé fjallar um sýninguna Skúlptúr/Skúlptúr sem stendur yfir í Gerðarsafni, en þar eru listamennirnir Habby Osk og Baldur Geir Bragason með sitthvora einkasýninguna.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM, spyr Bjarka Bragason út í bakrunn hans, vinnustofuna og verkefnin framundan.

Með kveðju / Best regards

Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Formaður SÍM

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com