Flow3

Laufey Johansen sýnir í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu

Laufey Johansen opnar myndlistarsýninguna “Undur hafsins” í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík sunnudaginn 11. október kl. 16:00.

Á sýningunni er að finna 12 olíumálverk, flest unnin árið 2018 en nokkur verkanna voru til sýnis á einkasýningu Laufeyjar í New York sama ár. Verkin eru hvort í senn litrík og björt en hafið og náttúra þess eru áberandi viðfangsefni í myndum hennar að þessu sinni eins og heiti sýningarinnar ber til kynna. Mikið flæði er í myndunum þar sem Laufey leyfir tilfinningum að flæða óhindrað í andlegri tjáningu sinni þar sem hver pensilstroka leiðir af annarri. Þar sem samspil spírala og lita eru í aðalhlutverki, litir og form myndast í sameiningu. Verkin búa í senn yfir krafti og jafnvægi sem og andlegri nálgun sem skilar sér í ævintýralegum blæ verkanna. Sýningin stendur til 26. október.

Opið er fimmtudag til sunnudags frá kl. 14.00 – 18:00.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com