Image001

Laufey Elíasdóttir, MELANKÓLÍA í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur 19.ágúst

Melankólía er yfirskrift sýningar Laufeyjar Elíasdóttur sem opnuð verður  í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur á Menningarnótt. Sýningin stendur yfir frá 19.08 til 10.10 2017

„Einu sinni var stelpa sem varð sorgmædd og gerði alla aðra svo sorgmædda í kringum sig að sorgin ríkti. Svo hún fór að hugsa hvað hún gæti gert en hún gat ekkert gert. Stelpan vissi ekki hvernig henni datt í hug að leita til listarinnar. Það hlaut að hafa komið í draumi. En alltíeinu var hún komið með ljósmyndavél í hendurnar og farin að taka myndir af allskonar fólki sem gerði útá að hafa andlit. Og þá sást sorgin í andliti þeirra, kannski bara augnkrók eða vipru, einni hrukku, augnlokinu, eða handarbaki. Já og þannig hafði listin tekið að sér sorgina og þá þurfti enginn að vera sorgmæddur lengur, ekki stelpan, ekki allt fólkið, og þá var hægt að skoða sorgina, hvaðan hún var ættuð, á hvaða leið hún var og framar öllu, ástina í henni, eða hvað sorgin hafði elskað.

Maður fer og leitar í listinni. Því listin er þessi brunnur sem geymir allt, dæmir ekki, gagnrýnir ekki, elskar allt, flassar.“

-Elísabet Kristín Jökulsdóttir rithöfundur og ljóðskáld

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com