Lárus H. List opnar í vestursalnum

IMG_4417_vefur    SAMSUNG DIGITAL CAMERA

 

Laugardaginn 21. febrúar kl. 15 verður opnuð í vestursal Listasafnsins á Akureyri sýning Lárusar H. List, Álfareiðin. Samskipti manna við álfa og huldufólk eru listamanninum hugleikin á sýningunni. Huldufólk býr í klettum eða steinum og iðkar búskap sinn líkt og mennirnir. Háskalegt er jafnan að styggja álfa en sé þeim gerður greiði eru ríkuleg laun vís.

 

Lárus H. List hefur haldið yfir 20 einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á Íslandi og erlendis. Lárus vinnur aðallega með olíu og akríl á striga en líka í önnur form eins og ljósmyndir, ritlist, videolist og hljóðlist. Hann hefur einnig samið klassískar tónsmíðar og gefið út skáldsögur.

 

Sýningin verður opin sunnudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 12-17. Henni lýkur formlega fimmtudaginn 26. febrúar kl. 15 með lokunarteiti.

 

Sýningin er hluti af röð 8 vikulangra sýninga sem hófst 10. janúar og mun standa til 8. mars. Habby Osk, Brenton Alexander Smith, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristján Pétur Sigurðsson og Thora Karlsdottir hafa þegar sýnt og nú stendur yfir sýning Jorisar Rademaker, Hreyfing. Sýningaröðinni lýkur með sýningu Arnars Ómarssonar MSSS sem opnar laugardaginn 28. febrúar kl. 15.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com