Charlotte Clouzot – 2017 © Ange Leccia ADAGP – 1

La Mer / The Sea / Hafið

Laugardaginn 8. desember kl. 15 verður opnuð sýning franska myndlistarmannsins Ange Leccia, La Mer / The Sea / Hafið, í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi.

Ange Leccia fæddist 1952 á Korsíku í Miðjarðarhafi og er náttúra þessarar sérstæðu eyju honum sífelld uppspretta sköpunar. Hafið er hans þekktasta verk, en hann umbreytir því sífellt og aðlagar sýningaraðstæðum hverju sinni. Verkið vísar í austræna heimspeki þar sem tilvist mannsins er líkt við logandi bál sem fuðrar upp á örskotsstundu.

Leccia hóf snemma að vinna með kvikmyndatæknina sem listform og tileinka sér aðferðir sem fela í sér endurtekningu, þvert á mæri listgreina. Eins og margir samtímalistamenn notar hann myndir og tónlist sem hráefni og moðar úr þekktum augnablikum vestrænnar dægurmenningar og kvikmyndasögu.

Ange Leccia er stofnandi og forstöðumaður rannsóknamiðstöðvarinnar Pavillon Neuflize OBC í Palais de Tokyo, París. Verk hans hafa verið sýnd í helstu listastofnunum heims og má þar nefna Dokumenta í Kassel, Guggenheim í New York, Skulptur Projekte í Münster, Feneyjatvíæringinn og George Pompidou menningarmiðstöðina í París.

Sýningarstjóri: Æsa Sigurjónsdóttir.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com