Kynning á sjóðum BHM og námskeið fyrir sjálfstæða atvinnurekendur

 

Veist þú hvaða reglur gilda um styrki úr sjóðum BHM?

Næstkomandi fimmtudag, 28. september, efnir BHM til kynningar á sjóðum bandalagsins fyrir félagsmenn aðildarfélaga. Kynningin fer fram í húsakynnum BHM, Borgartúni 6 (3. hæð), milli kl. 12:00 og 13:00. Farið verður yfir úthlutunarreglur sjóðanna og tengd atriði. Um er að ræða Sjúkrasjóð, Styrktarsjóð,  Starfsmenntunarsjóð, Orlofssjóð og Starfsþróunarsetur háskólamanna.

Vinsamlegast skráið þátttöku hér.

 

 

Námskeið fyrir félagsmenn sem eru sjálfstæðir atvinnurekendur

Vakin er athygli á námskeiði fyrir sjálfstæða atvinnurekendur innan BHM sem haldið verður 5. október nk. í húsakynnum bandalagsins, Borgartúni 6 (3. hæð), milli kl. 12:00 og 13:00. Farið verður yfir skil á launatengdum gjöldum, iðgjöldum til lífeyrissjóða, gjöldum til stéttarfélaga og fleiri atriði.

Vinsamlegast skráið þátttöku hér.

 

Athugið að bæði kynningunni og námskeiðinu verður streymt á streymissíðu BHM. Ekki þarf að skrá þátttöku til að geta fylgst með streyminu.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com