Kynning í Myndlistaskólanum í Reykjavík 20.mars kl. 12:00 – Listmiðstöðvar San Francisco / diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun

Kynning í Myndlistaskólanum í Reykjavík 20.mars kl. 12:00

Listmiðstöðvar á San Francisco svæðinu /

Diplómanám í myndlist fyrir fólk með þroskahömlun

Föstudaginn 20. mars, kl 12.00 halda þau Gerður Leifsdóttir, Kristinn G. Harðarson og Margrét M. Norðdahl kynningu á ferð sem þau fóru til San Francisco og nágrennis í byrjun þessa árs. Þar heimsóttu þau þrjár vinnustofur listafólks og er sú þekktasta þeirra Creative Growth. Þau munu segja frá starfseminni þar og sýna myndir sem þau tóku.

Einnig verður rætt um tildrög ferðarinnar. Hún var farin í tengslum við þróun nýrrar brautar innan Myndlistaskólans, diplómanám í myndlist fyrir fólk með þroskahömlun, en hugmyndir um þessa nýju braut verða jafnframt kynntar. Léttar veitingar.

Kynningin verður haldin í Módelsal á 2. hæð í húsnæði Myndlistaskólans í Reykjavík, Hringbraut 121.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com