Capture

Kynning á nýrri myndlistarbók: HVERFING | SHAPESHIFTING

(ENGLISH BELOW)

Bókarkynning verður haldin í Listasafni Reykjavíkur,
Fjölnotasal Hafnarhússins í Tryggvagötu, í tilefni af útkomu bókarinnar.
fimmtudaginn 3.maí 2018 , kl. 17.00 -19.00
Léttar veitingar verða í boði

Bókin HVERFING | SHAPESHIFTING er gefin út af Akademíu skynjunarinnar í kjölfarið á sýningu með sama heiti sem haldin var í Verksmiðjunni á Hjalteyri í ágústmánuði á síðasta ári.

Myndlistarmennirnir Anna Eyjólfs, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí og Þórdís Alda Sigurðardóttir stóðu að sýningunni og gerð bókarinnar. Sýningarstjóri var Pari Stave.

Einar Falur Ingólfsson mun leiða stutta panel kynningu með þátttöku Pari Stave og skipuleggjenda, og sýndar verða myndir frá sýningunni sem teknar voru m.a. þegar verið var að byggja verkin upp og setja inn í Verksmiðjuna. Ritstjórar bókarinnar eru Rúrí og Pari Stave. Sigrún Sigvaldadóttir / Hunang sá um bókarhönnun. Greinar eftir Margréti Elísabetu Ólafsdóttur og Pari Stave fjalla um sýninguna, verkin og umgjörð þeirra og setja í samhengi við stefnur og atburði samtímans. Greinarnar eru á íslensku á ensku.
Í bókinni er fjöldi ljósmynda af listaverkunum, eftir Pétur Thomsen ofl.

HVERFING | SHAPESHIFTING var samsýning 15 íslenskra og bandarískra listamanna. Heiti sýningarinnar vísar til ummyndunar í rými, formi og vitund. Verkin á sýningunni ávarpa öll þessi atriði og setja í samhengi við ástand mála, þær hnattrænu umbreytingar í loftslagi og valdaþróun sem nú eiga sér stað.

Bókin verður fáanleg á sérstöku kynningarverði á kynningunni.

FACEBOOK VIÐBURÐUR

///////

Book launch – new artbook
HVERFING | SHAPESHIFTING
in Reykjavík Art Museum – Hafnarhús Tryggvagötu
Thursday 3.May 2018, at 17.00 -19.00. Light refreshments

The book Hverfing | Shapeshifting is published by Academy of the Senses in connection with an art exhibition, with the same name, that was held at Verksmidjan, at Hjalteyri, in the north of Iceland in the summer 2017.

The Icelandic artists Anna Eyjólfs, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí and Þórdís Alda Sigurðardóttir organized both the exhibition and the book. Pari Stave, an American art historian shaped the exhibition from a curatorial perspective.

Einar Falur Ingólfsson will lead a short panel introduction with the participation of Pari Stave and the organizers, accompanied with projected photographs of the artworks and the preparations for the exhibition. Pari Stave and Rúrí are editors of the book. The Icelandic art historian Margrét Elísabet Ólafsdóttir contributes an essay, placing the exhibition within the wider context of aesthetic theory and Pari Stave writes on the artworks and the exhibition as a whole, and how each work relates to the others within view and how the whole can be experienced as a sequence of unfolding ideas. All texts are in both English and Icelandic. The graphic design is made by Sigrún Sigvaldadóttir / Hunang. The book contains a number of photographs, documenting the art projects, by Pétur Thomsen and others.

Fifteen contemporary artists from Iceland and the United States addressed concepts of transformation in space, form, and identity in the exhibition, as they relate to the present moment in which we find ourselves, a time of shifting global values and the crisis of climate change.

FACEBOOK EVENT

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com