F9aca7a3 E1db 4d40 Ab7a 205e2d932ec2

Kynning á meistarnámi í listennslu í Listaháskólanum

Ertu listamaður? Langar þig að kenna?

Hjartanlega velkomin á kynningu á meistarnámi í listennslu í Listaháskólanum Laugarnesi, þann 12. apríl kl. 17.15 – 18.15.

Þar verður hægt að fá upplýsingar um allar námsleiðir, námstilhögun og annað sem kann að vekja áhuga. Umsóknarfrestur er til og með 11. maí ´18 og hægt er að kynna sér inntökuskilyrði og sækja um námið hér.

Listkennsludeild LHÍ býður upp á þverfaglegt samtal á meistastigi en í náminu koma saman listamenn frá ýmsum fagsviðum.

Inntak námsins miðar að því að þjálfa leiðtogafærni í listgreinakennslu þar sem listafólk vinnur saman og samhliða að kennslufræðilegum úrlausnarefnum. Námið er nemendamiðað og lýkur með meistaragráðu. Nemendur geta útskrifast með áherslu á yngra skólastig með leyfisbréf fyrir leik- og grunnskóla eða eldra skólastig með leyfisbréf fyrir grunn- og framhaldsskóla.

Einnig er í boði að ljúka námi með áherslu á öll skólastigin.

Áhersla er á fræði í bland við verklega vinnu en listkennslunemendur taka þátt í fjölmörgum samstarfsverkefnum yfir árið og má nefna verkefnin List fyrir alla og Barnamenningarhátíð sem dæmi. Einnig fara nemendur í vettvangsnám á yngri og eldri skólastigum til að kynnast vettvanginum af eigin raun.

Lokaverkefni eru alla jafna 10 – 30 ECTS að stærð. Athygli er þó vakin á því að til boða stendur að ljúka meistaranámi við listkennsludeild með því að inna af hendi minni verkefni. Þessi verkefni geta sem dæmi verið; listræn framsetning eða uppbygging og prufukennsla námskeiðs sem lýkur með greinargerð.

Í haust verður í fyrsta sinn boðið upp á tvær nýjar námsleiðir:

60 EININGA DIPLÓMA – AÐFARARNÁM Í LISTKENNSLU FYRIR SVIÐSLISTAFÓLK

Námið er tvær annir, 30 ECTS hvor. Námið er fyrir þau sem hafa 2ja ára nám á háskólastigi (ekki fullkláraða BA gráðu) að baki og einnig fyrir fólk sem hefur BA gráðu (ekki í sviðslistum) en reynslu af sviðslistum/ kennslu. Markmið með aðfararnámi er að brúa bil yfir í meistaranám í listkennslu.

30 EININGA DIPLÓMA Í LEIKSKÓLAKENNSLUFRÆÐUM

Námið er tvær annir, 15 ECTS hvor. Námið er fyrir þau sem hafa lokið kennsluréttindum og vilja bæta við sig réttindum í leikskólakennslufræðum.

Markmið með diplóma í leikskólakennslufræðum er að efla þá listkennara sem vinna á leikskólastiginu.

Sækja um meistaranám í listkennslu

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com