Untitled 4

Kvöldopnun – Kíkt út í geim

Kvöldopnun – Kíkt út í geim: Sýningarstjóraspjall

Ásmundarsafn verður opið til kl. 20 á fimmtudögum í janúar og boðið verður upp á skemmtilega viðburði fyrir alla fjölskylduna á kvöldopnunum.

Fimmtudaginn 7. janúar kl. 19 ætla sýningarstjórarnir Klara Þórhallsdóttir og Heiðar Kári Rannversson að fara með gesti í könnunarleiðangur um sýninguna Geimþrá sem hlotið hefur frábærar viðtökur. Sýningin var á lista Morgunblaðsins yfir fimm bestu sýningar ársins 2015 en Anna Jóa, myndlistarrýnir blaðsins lýsti henni á þennan hátt:

„Unnið er markvisst með lýsingu á þessari sýningu og þá sem merkingarbæran þátt í heildarumgjörð hennar og sýningarhugmynd sem gengur út á að draga fram sköpunarneistann, „geimþrána“ í verkum fjögurra úrvalslistamanna – og sýningargestur er hrifinn með í fantasíukenndan könnunarleiðangur.“

Opið verður frá kl. 13–20 fimmtudaganna: 7., 14., 21. og 28. janúar. Opnunartími Ásmundarsafns aðra daga er frá kl. 13–17.

 

Evening opening at Ásmundarsafn in January

Ásmundarsafn is open from 1–8 p.m. every Thursday in January. The museum is open from 1–5 p.m. all other days.

Curator‘s talk with Klara Þórhallsdóttir and Heiðar Kári Rannversson about the exhibition Yearning for Space now on view at Ásmundarsafn.

The talk takes place in Icelandic and starts at 7 p.m. Free with admission.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com