Ff91001c 00ea 4389 A787 1d460664af5d

Kvöldganga um Vogabyggð: Skipulag nýs hverfis og list í almenningsrými 30.08.

Kvöldganga um Vogabyggð:

Skipulag nýs hverfis og list í almenningsrými

Fimmtudag 30. ágúst kl. 20.00

Síðasta kvöldganga sumarsins verður um svæðið þar sem brátt rís glæslegt íbúðahverfi í Vogabyggð. Í göngunni verður fjallað um skipulag og væntanlega uppbyggingu á svæðinu þar sem list í almenningsrými hefur fengið sérstakan sess. Svæðið er einstaklega staðsett í borginni við ósa Elliðaánna og með útsýni til Esju auk þess sem þar er að finna einstök náttúrufyrirbæri.

Gengið verður um svæðið í fylgd Sigríðar Magnúsdóttur, arkitekts á arkitektastofunni Tröð, og Ólafar K. Sigurðardóttur, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, en safnið hefur haft umsjón með útilistaverkum í Reykjavík og annast framkvæmd alþjóðlegara samkeppni um útilistaverk á svæðinu. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að listaverk skuli vera hluti af heildarhönnun almenningsrýma í þessu nýja hverfi. Samkeppnin stendur nú yfir og hafa átta listamenn, sem skila tillögum undir lok árs, verið valdir til þátttöku.

Gangan hefst á bílastæði Endurvinnslunnar við Knarrarvog 4 kl. 20.00 og er reiknað með að hún taki um eina og hálfa klukkustund. Þáttakendur er hvattir til að klæða sig eftir veðri.

Listasafn Reykjavíkur, Borgarbókasafnið og Borgarsögusafn Reykjavíkur bjóða upp á kvöldgöngur með leiðsögn öll fimmtudagskvöld yfir sumartímann. Mikil þátttaka er jafnan í göngunum.

Ókeypis aðgangur.

Einnig er hægt að fylgjast með á síðunni facebook.com/kvoldgongur

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com