
Kvöldganga um Skólavörðuholtið
Fimmtudag 25. júní kl. 20.00 – gangan hefst í Höggmyndagarðinum við Listasafn Einars Jónssonar.
Fyrir tæpri öld kom Guðjón Samúelsson þeirri hugmynd á framfæri að háborg íslenskrar menningar skildi rísa á Skólavörðuholti. Þó ekki hafi orðið af háborginni hefur Skólavörðuholtið verið mikilvægur staður í sögu menninga og lista í Reykjavík og mun Pétur H. Ármannsson arkitekt og byggingalistfræðingur rýna í þá sögu í göngunni og segja frá því sem fyrir augum ber.
Gangan hefst í Höggmyndagarðinum við Listasafns Einars Jónssonar við Hallgrímstorg. Gengið er inn í garðinn frá Freyjugötu.
Kvöldgöngur eru viðburðaröð á vegum Borgarbókasafns, Borgarsögusafns og Listasafns Reykjavíkur. Göngurnar fara fram á fimmtudagskvöldum yfir sumarmánuðina. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.
