F

Kvikmyndaklúbburinn Í myrkri: Where does your hidden smile lie eftir Pedro Costa

(english below)

Fimmtudagskvöldið 13. Desember kl 20.00 í Kling & Bang

Desembersýning kvikmyndaklúbbsins Í myrkri er heimildamyndin Where does your hidden smile lie eftir hinn portúgalska Pedro Costa. Costa sem hefur sjálfur verið kallaður Samuel Beckett kvikmyndalistarinnar, beinir hér sjónum sínum að sínum helstu áhrifavöldum; parinu og samstarfsfélögum í kvikmyndagerð Jean-Marie Straub og Daniéle Huillet. Myndin er meistaraverk í sjálfu sér, í senn fallegt, húmorískt og upplýsandi portret af samstarfi þessa rómaða kvikmyndapars.  

  Myndin verður sýnd í Kling og Bang fimmtudaginn 13. desember kl 20:00    Frítt er inn á sýningar klúbbsins, en tekið á móti frjálsum framlögum sem renna beint og óskipt til kvikmyndagerðarmannanna.
Að kvöldunum standa kvikmyndagerðarkonurnar Yrsa Roca Fannberg, Ragnheiður Gestsdóttir og Þórunn Hafstað í samstarfi við Kling & Bang.

Viðburður á facebook.

Í Myrkri
Boðið verður uppá reglulegar sýningar yfir myrkustu mánuðina – frá jafndægri til jafndægurs – á völdum heimildarmyndum og experimental kvikmyndum eftir nokkra af áhugaverðustu kvikmyndagerðar- og listamönnum samtímans. Stuttar, langar, hægar, hraðar og alls konar. 
Aðgangur ókeypis en tekið verður á móti frjálsum framlögum gesta! Það sem safnast saman verður nýtt til að greiða fyrir sýningarrétt kvikmyndanna og rennur beint í vasa kvikmyndagerðaleikstjórans. 
Sýningarstjórar Í Myrkri eru Yrsa Roca Fannberg, Ragnheiður Gestsdóttir, Þórunn Hafstað sem allar hafa fengist við heimildamyndaformið á einn eða annan hátt. 
Kaffi, te, popp og fleira gúmmelaði á vægu verði.

///////

Where does your hiddensmile lieby Pedro Costa

Thursday the 13th of Desember at 08.00 pm in Kling & Bang

The entrance is free, but a voluntary fee is welcome
that goes directly to the filmmakers pockets for their creative rights.
The film club Í Myrkri (in the Dark) are exciting to present one of the masterpieces of contemporary cinema. Where does your hidden smile lie? by Pedro Costa, one of the most acclaimed contemporary directos today has made a tender, humorous and illuminating documentary portrait of the working relationship of legendary filmmaking couple Jean-Marie Straub and Daniéle Huillet, who have had an immense influence on Costa’s own practice.

Straub and Huillet a couple that lived and worked together for more than 60 years, a couple that divided the labor with Huillet by the editing desk and Straub pacing around until she either refutes him or shuts him up with brusque adoration. The film is a masterpiece in its own right, an artistic manifesto and a glimpse of a love story.

The hosts of the evenings are the filmmakers Yrsa Roca Fannberg, Ragnheiður Gestsdóttir and Þórunn Hafstað in collaboration with Kling & Bang.
The films are screened in Kling & Bang gallery 13 December at 8pm.

The event on facebook.


 
 
 
 
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com