K&B

Kvikmyndaklúbburinn Í Myrkri kynnir “COMMUNION LOS ANGELES” – ATH leikstjórar verða viðstaddir

Kvikmyndaklúbburinn Í Myrkri kynnir síðustu mynd vetrarins sem sýnd verður 14. mars kl. 20 í Kling & Bang
 

COMMUNION LOS ANGELES eftir Adam R. Levine og Peter Bo Rappmund.
– ath Leikstjórarnir verða viðstaddir –

Með hækkandi sól kveðjum við Í Myrkri í bili til að hverfa í faðm sólar, þangað til aftur fer að myrkva að sumri liðnu. Í tilefni þess að við kveðjum myrkrið og fögnum birtunni höfum við fengið Þorbjörgu Jónsdóttur til liðs við okkur sem gestasýningarstjóra. Stefnumót myrkurs og birtu á sér stað í Kling & Bang þann 14. Mars klukkan 20.00.

COMMUNION LOS ANGELES fylgir eftir hraðbraut 110 í Los Angeles, sem er elsta hraðbrautin í Kaliforníu. 110 liggur frá San Gabríel fjallgarðinum að Kyrrahafinu, í gegnum hin ýmsu hverfi og samfélög sem hýsa mismunandi stéttir, umhverfi og samfélagshópa.  Fallegt portrett af manneskjum, malbiki og senum úr hversdagsleikanum í öllum sínum margbreytileika.

Titill: COMMUNION LOS ANGELES
Lengd: 68 mín
Ár: 2018 Frumsýnd á Locarno International Film Festival 2018.

Í MYRKRI

Í Myrkri býður upp á reglulegar bíósýningar í Kling & Bang yfir myrkustu mánuðina – frá jafndægri til jafndægurs – á völdum heimildamyndum og tilraunakenndu kvikmyndum eftir nokkra af áhugaverðustu kvikmyndagerðar- og listamönnum samtímans. Stuttar, langar, hægar, hraðar og alls konar.

Aðgangur ókeypis en tekið verður á móti frjálsum framlögum gesta. Það sem safnast saman verður nýtt til að greiða fyrir sýningarrétt kvikmyndanna og rennur beint í vasa kvikmyndagerðaleikstjórans.

Sýningarstjórar Í MYRKRI eru Yrsa Roca Fannberg, Ragnheiður Gestsdóttir og Þórunn Hafstað sem allar hafa fengist við heimildamyndaformið á einn eða annan hátt.

Te, popp og fleira gúmmelaði á vægu verði

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com