KVEIKJUÞRÆÐIR / ANANDA SERNÉ

 

VERK_meubel1   ANANDA

 

 

KVEIKJUÞRÆÐIR/SPARKPLUGS

 

(English below)

 

Ananda Serné opnar sýninguna Íbúarnir (The Inhabitants) í Kubbnum, sýningarsal myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegi 91 föstudaginn, 13. mars kl 16. Um er að ræða einkasýningarverkefni meistaranema í myndlist á vormisseri undir yfirskrift Kveikjuþráða/SparkPlugs. Sýningin verður áfram opin í næstu viku, 16. – 20. mars, frá kl. 13:00-16:00.

 

Við þekkjum þess mörg dæmi í sögunni að höfundar hafi ritað lýsingar af stöðum án þess að hafa komið þangað. Norðrinu hefur þannig oft verið lýst sem frumstæðum, harðneskjulegum og dularfullum stað sem stæði ógn af nútíma lifnaðarháttum.  Rithöfundurinn Alfons van der Berg tekst á við þetta nýlenduviðhorf  til innfæddra sem „hinna“ í leikriti sínu Íbúarnir.  Sögusvið hans er eyjan Jan Mayen í Norðuríshafi í náinni framtíð en í stigvaxandi baráttu um náttúruauðlindir hafa Hollendingar endurheimt yfirráð yfir eyjunni úr hendi Norðmanna.

Það má líta á þetta vídeóverk sem samsetta heild nokkurra smærri frásagna sem tengjast innbyrðis og mynda saman eins konar klippimynd.   Ákveðnar aðferðir í verkinu sækja til epísks og expressjónísks leikhúss, einna helst til verka Vladimir Mayakovsky, en leikrit hans Harmleikur var mér innblástur við persónusköpun íbúanna.

 

Ananda Serné er nemandi á fyrra ári við alþjóðlega meistaranámsbraut í myndlist við LHÍ en áður lauk hún grunnháskólanámi í myndlist frá akademíunni í Antwerpen, Belgíu. Sýningarröðin Kveikjuþræðir er unnin í samstarfi við meistaranámsbraut í listfræði við Háskóla Íslands. Samstarfið hefur gefið af sér samræður milli þessara tveggja nemendahópa og skrif listfræðinema í tengslum við sýningarnar.

 

 

KVEIKJUÞRÆÐIR 2015

 

Meistaranemar á fyrra ári í myndlist við Listaháskóla Íslands halda röð einkasýninga á vormisseri 2015. Sýningarnar eru af ólíkum toga en eiga það sammerkt að vera eins konar kveikjuþræðir og nánari útfærslur af hugmyndum og vinnuferli nemenda fram til þessa.

 

Ananda Serné: The Inhabitants

Sparkplugs exhibition series spring 2015

 

The next opening in the Sparkplugs exhibition series of the MA fine art programme will be Friday March 13th, at 4 pm in Kubbur, exhibition space of the Department of Fine Art, Laugarnesvegur 91.

 

Throughout history, many writers have described far away places without ever having visited the actual sites themselves. The North was often portrayed as either primitive and harsh, or as a mysterious place threatened by modernity.

Alfons van der Berg is an author who deals with the colonial ‘other’ in his play The Inhabitants. His narrative is set in the near future, on Jan Mayen, an island in the Arctic Ocean. In an escalated struggle for natural resources, Jan Mayen has been reclaimed from Norway by the Dutch, who are taking back what, according to them, has always been theirs.

The video can be seen as a combination of several small narratives which are related to each other, somewhat like a collage. Certain methods in the video derive from practices in epic and expressionist theatre, most notably the work of Vladimir Mayakovsky, whose play A Tragedy forms the inspiration for my characterization of the inhabitants

 

Ananda Serné is a first year student of IAA´s MA fine art programme.  Her video work The Inhabitants will be on show Monday though Friday from 13 – 16 pm until the 20th of March.

 

The Sparkplugs exhibition series are a collaboration of first year students in the MA fine art programme at IAA, and the MA art theory programme at the UI. The exhibition is supported by a dialogue between the artist and the art theory student.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com