ÁSÝND Hörður Daníelsson

KRISTÍN ÞORKELSDÓTTIR OPNAR SÝNINGU Á PORTRETTVERKUM

18. september kl. 17 opnar Kristín ÞorkelsdóttIr sýningu í Listasal Mosfellsbæjar. Á sýningunni sem ber yfirskriftinaÁSÝND samferðamanna á lífsfleyinu, er sjónum fyrst og fremst beint að portrettverkum Kristínar. Í myndlistarheiminum er Kristín hvað þekktust fyrir vatnslitamyndir sínar af íslensku landslagi en hún hefur í gegnum tíðina einnig verið iðin við að fanga ásjónur samferðafólks og fjölskyldumeðlima. Ýmist með pensli, penna, blýanti eða pastelkrít. Sýningin spannar allt frá eldri teikningum að nýjum verkum og einnig verða til sýnis skissubækur, dagbækur og vinnuteikningar.

Kristín á sér langan feril að baki bæði sem grafískur hönnuður og sem myndlistarmaður. Kristín rak um árabil eina öflugustu auglýsingastofu landsins og eftir hana liggur umfangsmikið safn grafískrar hönnunar. Síðustu þrjá áratugi hefur Kristín helgað sig myndlistinni og haldið fjölda sýninga á vatnslitamyndum sínum bæði hér heima sem og erlendis. ÁSÝND samferðamanna á lífsfleyinu er fyrsta eiginlega yfirlitssýningin á portrettmyndum Kristínar. Sýningarstjóri er Birta Fróðadóttir.

Sýningin stendur yfir til 10. Október og er opin virka daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 13- 17.

Listamannaspjall og leiðsögn um sýninguna verður síðasta sýningardag 10. Október kl. 15.

www.gallery13.is

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com