IMG 6597

Kristín Karólína Helgadóttir opnar sýninguna Bara við 2 í Harbinger 6.júlí

Opnun 6. júlí, kl. 17 í Harbinger, Freyjugötu 1.

Laugardaginn 6. júlí klukkan 17 opnar sýningin Bara við 2 eftir Kristínu Karólínu Helgadóttur í Harbinger, Freyjugötu 1.  

Unnið er  í hina ýmsu miðla, hoggið í stein jafnt sem vafrað um veraldarvefinn, leirað, flakkað og tálgað … það skal allt rúmast fyrir í ferðatöskunni. Fornar goðsagnir og nýjar hugmyndir hittast, neyslumenningu og náttúruna, stuð og sorg. Ég er að vinna með mótsagnir í hugmyndafræði og hversdagsleikanum, sem raungerast í samsetta/kunnulega hluti. Listhlutirinn sem minjagripur. Hlutur sem talar. Hluturinn í sjálfum sér. Hlutur inn í hlut. Hugmynd inn í hugmynd. Draumur inn í draum…

Kristín Karólína vinnur með ýmis klassísk efni á sýningunni, þar á meðal stein og marmara sem vandlega hefur verið hogginn

Allt rennur þetta saman í graut; dagdraum eða martröð? á leið einhvert… Andstæður dragast saman og eitthvað nýtt verður til.  Rómantík

Skýið er tákn fyrir hugmynd og skýið er tákn umbreytinga. Skýið sem myndhverfing, á mörkum hins efnislega og óefnislega, hlutar og huga. Efsemda og hverfulleika. 

Heimakoma eftir flakk um Evrópu. Listamaður sem flökkumaður eða útlagi, jafnvel gyðingur. 

Sýningin mun hverfast um skýið sem hugmynd – efni, fyrirbæri, óhlutbundin myndhverfing, frásögn. Hvernig skýið birtist okkur í dag (ó)sýnilegt, draumkennt, hverfullt, en einnig sem geymsla, gagnaver með hugmyndum og fyrirboðum. John Ruskin, hélt því fram að mennirnir væru áhugalausir gagnvart skýjum, hann taldi að í þeim fælust áríðandi skilaboð (gráskali iðnbyltingarinnar). Í dag göngum við með “skýið” í vasanum. Og geymslan er orðin full og farin að leka. Hvað er skrifað í skýin? Framtíðin? Endalokin? Við finnum fyrir ókyrrð í lofti. Spenntu á þig beltið. Rómantík er full af háska. Táknin verða raunverulegri en það sem þau standa fyrir – nýr veruleiki verður (kannski) til. Allt er þeta langt og strangt ferðalag!

Um listamanninn

Kristín Karólína Helgadóttir (f. 1988) hefur undanfarinn áratug tekið virkan þátt í íslensku myndlistarlífi, bæði sem listamaður, sýningarstjóri og rannsakandi. Hún lauk nýverið BA námi í myndlist við Koninklijke Academia van Schone Kunsten í Belgíu, með viðkomu í Listaháskóla Íslands og Universität der Künste í Berlín. Jafnframt hefur hún BA gráðu í heimspeki og listfræði frá Háskóla Íslands.

Auk þáttöku í samsýninga bæði innanlands og erlendis hefur hún fengist við myndlistarútgáfu í verkefnunum Gamla Sfinxinum og Bláa Vasanum, en þar eru orð Íslenskra myndlistarmanna varðveitt og þeim miðlað á stafrænu og prentuðu formi. Einnig var hún meðlimur í listamannarekna rýminu Kunstschlager í Reykjavík og rak sýningarrýmið ABC Klubhuis í Antwerpen við góðan orðstír. Bara við 2 er hennar fyrsta einkasýning

Sýningin Bara við 2 er sjötta og jafnframt síðasta sýningin af sýningaröðinni Rólegt og Rómantískt sem samanstendur af sex sýningum á sex mánuðum í Harbinger fyrri hluta árs 2019. Sýningarröðinni er stýrt af Kristínu Helgu Ríkharðsdóttur, Rúnari Erni Jóhönnu Marinóssyni, Unu Björg Magnúsdóttur og Veigari Ölni Gunnarssyni. 

Rólegt og Rómantískt er styrkt af Myndlistarsjóði og Myndstef. Harbinger er styrkt af Reykjavíkurborg.Harbinger er virkt listamannarekið sýningarrými sem hefur fest sig í sessi síðustu þrjú ár í listalífi Reykjavíkur

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com