Gallerý Göng

Kristbergur Ó. Pétursson opnar sýningu í Gallerí Göng/um í Háteigskirkju

Á fimmtudaginn 6.febrúar kl 16-18  opnar í Gallerí Göng/um Háteigskirkju, sýning  á verkum Kristbergs Ó Péturssonar myndlistarmanns, en Kristbergur á að baki margar einkasýningar, enda virkur í sýningarhaldi síðan hann kom heim úr námi í Amsterdam 1988. 

Jón Thor Gíslason myndlistarmaður segir um verk Kristbergs:
“Það kveður við nýjan tón í verkunum sem sýndar eru hér á sýningunni. Litirnir eru núna ríkari en við eigum að venjast í eldri myndunum.
En það er ekki bara það. Ef betur er að gáð má sjá glitta í einhverja
veru sem er á ráfi í myndfletinum. Til þessa hefur það verið
einkennandi fyrir málverk Kristbergs að þau eru óhlutbundin ef svo má segja, allavega mannlaus.
Hver er þá þessi mannvera?
Hvað er hún að gera þarna og hvaða hlutverki gegnir hún?”

Allir eru hjartanlega velkomnir á opnun en sýningin stendur til 10. mars

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com