Mynd 2 Heimasida

Konur og trúarbrögð | Myndlistarsýning Önnu Gunnlaugsdóttur í Artótekinu

Konur og trúarbrögð | Myndlistarsýning Önnu Gunnlaugsdóttur í Artótekinu

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
7. september – 1. október

Fimmtudaginn 7. september kl. 17 opnar í Artótekinu í Grófinni sýning á verkum Önnu Gunnlaugsdóttur. Viðfangsefni sýningarinnar er sá rammi sem karllæg trúarbrögð hafa sett tilvist konunnar og mótað sjálfsmynd hennar; og hvernig sú sýn litar allar hugmyndir um eðli og tilgang konunnar.

„Það má segja að konan sem viðfangsefni í verkum mínum hafi endanlega fest í sessi eftir að ég eignaðist eldri dóttur mína. Ég varð svo meðvituð um mátt líkama míns, svo upptekin af eigin kynferði, að konurnar mínar tóku að fæðast á striganum. Þær tóku sér þar bólfestu og ég elti, fór í ferðalag með ýmiskonar konum með þrútin brjóst af mjólk. Þegar fram liðu stundir stýrði ég konunum mínum meira en þær mér og ég fór meðvitað að setja þær í ákveðin hlutverk en þessir ferðfélagar segja mína sögu á sinn sjálfstæða hátt.“

Anna er með BA í málun og grafískri hönnun frá MHÍ og lærði einn vetur í École des Beaux Arts. Hún er jafnframt með BA í kennslufræði við LHÍ. Hún hefur haldið hátt á annan tug einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum.

 

 

Nánari upplýsingar veitir:
Droplaug Benediktsdóttir
droplaug.benediktsdottir@reykjavik.is
Sími: 411 6124

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com