Hulda Og Lilla

Konur berja | Uppskerugerningur

Listakonurnar Hulda Vilhjálmsdóttir og Áslaug Lilla Leifsdóttir fremja gerning í bakgarði listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg 5, laugardaginn 10. september. kl. 16.00. Viðburðurinn er hluti af myndlistarsýningu þeirra “Uppskera” sem stendur yfir í Gallerýi Ófeigs á sama stað til 21.september.


Sýningin Uppskera er önnur í sýningaröð listakvennanna Áslaugu Lillu Leifsdóttur og Huldu Vilhjálmsdóttur og framhald af sýningunni „Vorið Hlær”. Hún er tileinkuð erótíkinni sem myndast í samruna fallinna laufa og blautlegum undirbúning komandi kuldatíðar. Þar sem hinir skæru litir heyja baráttu við fullþroska liti jarðarinnar og leggja hvíldarslikju uppskerunnar á æsingageisla sumarsins.

„Konan með brúnu hendurnar er farin inn í skóg. Hún hefur falið sig þar umlukin gróðri og vatni. 
Hún talar við karlfugl sem liggur nautnalegur í blautum mosa. Hann er með bringuna fulla af berjum og sigurvíman sligar gang, hann fagnar hausti. Karlfuglinn og konan deila sigri þess að hafa lifað sumarið af.“

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com