Rúrí Balance X 2016 002 1

KÖNNUN UM HEILDARUMFANG KOSTNAÐAR OG TEKNA VEGNA STARFS MYNDLISTARMANNA Á ÍSLANDI

Kæru Félagsmenn SÍM

Við höfum sent ykkur aðra könnun í tölvupósti sem við viljum biðja ykkur um að svara. Svörin munu nýtast stjórn SÍM til að vekja athygli stjórnvalda á raunverulegri stöðu myndlistarmanna á Íslandi og vonandi beita þau nauðsynlegum þrýstingi til að bæta hag ykkar allra.

Við fengum aðeins um 13% svörun frá félagsmönnun í síðustu könnun, en við þurfum mun betra úrtak til að könnunin sé marktæk.

Við biðjum ykkur að kíkja í pósthólfið ykkar, það getur verið að pósturinn hafi farið í “rusl” (junk/spam) hólfið og kannið hvort pósturinn leynist þar.

Nú þegar hafa um 80 félagsmenn svarað könnuninni og færum við þeim bestu þakkir fyrir. En betur má ef duga skal.

Könnuninni lýkur þann 3.apríl kl. 12 á hádegi og það tekur aðeins örfáar mínútur að fylla hana út.

Ef þið finnið ekki könnunina í pósthólfinu ykkar megið þið endilega senda mér póst og ég sendi ykkur hlekk á hana.

Með von um frábæra þátttöku

SÍM

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com