Bil Headerlogo4

Könnun frá BÍL – Við hvetjum félagsmenn SÍM eindregið til að taka þátt

Kæru kollegar,

Verulega er vegið að fjárhagslegu öryggi margra í okkar hópi nú um
stundir. Úrræðin sem okkur standa til boða hjá Vinnumálastofnun eru þá
um margt óaðgengileg og bótagreiðslur til okkar undir framfærsluviðmiði.
Mikilvægt er að við fáum kerfisbundið yfirlit yfir þær hindranir sem við
rekumst á í kerfinu.  Þannig getum við styrkt áframhaldandi samtal okkar
við stjórnvöld um umbætur.

Í því skyni vil ég biðja ykkur að fylla út meðfylgjandi könnun sem opin
verður út vikuna.

Link:
https://outcomesurveys.com/surveys/c934151c-e8ff-4877-9fd1-7eb45b12c198/f6dfbc32-0eab-4220-a384-f3a8f7c46165

Við skiljum og heyrum að fólk er orðið langeygt eftir aðgerðum
stjórnvalda fyrir okkar hóp. Við höfum fengið þau skilaboð að verið sé
að vinna með ákveðið plan en ekki hafi fengist niðurstaða enn.
Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að færa málið áfram.
Þessi könnun er liður í því.

Með von um góðar undirtektir

Erling Jóhannesson
Forseti BÍL – Bandalags íslenskra listamanna

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com