KONA.FORM.SKÖPUN – á Hönnunarmarsdögum 12.-15. mars 2015.

ZG3A7223

 

KONA.FORM.SKÖPUN.

 

Sýnd verður stuttmynd , heimildamynd um gjörninginn “Kona.Form.Sköpun.” í Bryggjusal Sjóminjasafns, Grandagarði á Hönnunarmarsdögum 12.-15. mars 2015.

 

“Kona.Form.Sköpun. ” er gjörningur sem var framinn af félögum Leirlistafélagins á Hönnunarmars 2014. Hann fjallar um fagkunnáttuna og vinnuna bak við hvern gerðan leirmun og náin tengsl leirlistamannsins við efnið, leirinn. Tilgangur gjörningsins var að varpa ljósi á baráttuna við efnið og útrýma mýtum um að leirkerasmíðin sé dútl og föndur. Viðburðurinn var vel sóttur og skapaðist afar skemmtileg stemning i salnum þar sem áhorfendur runnu inn i sviðsmyndina og fengu ad upplifa vinnu listamannanna i þögulu návígi.

 

Höfundar gjörningsins eru leirlistamennirnir Unnur Gröndal og Guðný Hafsteinsdóttir ásamt Ragnar Kjartanssyni gjörningalistamanni. Kvikmyndagerðarmaður er Stefán Árni Þorgeirsson.

 

Þátttakendur frá Leirlistafélagi Íslands voru:

 

Guðbjörg Káradóttir

Guðný Hafsteindsóttir

Guðrún Indriðadóttir

Hafdís Brands

Halla Ásgeirsdóttir

Inga Elín

Kolbrún Sigurðarsdóttir

Kristbjörg Guðmundsdóttir

Ólöf Erla Bjarnadóttir

Ragnheiður I. Ágústsdóttir

Unnur Gröndal

Þuríður Ósk Smáradóttir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com