#KOMASVO Opnun í Listasafni ASÍ 31. janúar klukkan 15:00
#KOMASVO
31.janúar – 22.febrúar 2015
Listamenn:
Ásgeir Skúlason
Leifur Ýmir Eyjólfsson
Nikulás Stefán Nikulásson
Sigurður Atli Sigurðsson
Sindri Leifsson
Sæmundur Þór Helgason
Framkvæmdarstjóri: Íris Stefanía Skúladóttir
#KOMASVO er heiti samsýningar sem haldin verður í Listasafni ASÍ í febrúarmánuði 2015. Undirbúningur sýningarinnar kemur víða
við og er skilyrtur af mörgum þáttum á borð við: framkvæmdastjóra, markaðsfræðing, listamenn, grafískan hönnuð, listfræðing, styrktaraðila, vörumerki, fyrirtæki og fleira.
Hluti af sýningunni er
Ljósmyndasamkeppni
#KOMASVO
sem fer fram á Facebook en verðlaun verða afhent á Safnanótt
þann 6. febrúar klukkan19.00 í Listasafni ASÍ.
Farnar verða ótroðnar slóðir til að skoða samband myndlistar, markaðs og íþrótta. Markaðurinn verður skoðaður sem
óhjákvæmilegur hluti af listsköpun hins nútíma myndlistamanns
en íþróttir og eðli þeirra virka á sýninguna sem hvati fyrir listamenn
til að tileinka sér vinnuaðferðir íþróttamanna þar sem liðsheild skiptir höfuðmáli. Í vinnuferlinu var einnig unnið með samanburð á listum og íþróttum í okkar samfélagi sem smitar yfir í sýninguna.
Á sýningunni verður til að mynda Varaverkabekkur og verkin geta
fengið rauða spjaldið og þar með verið vísað úr leik og önnur koma
inn á í staðinn.
Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17 og aðgangur er ókeypis.
Listasafn ASI, Freyjugötu 42 – www.listasafnasi.is – asiinfo@entrum.is -511 5353