Dc3d5ea2 99a1 4f9f A310 564a69260f72

Kolbrún Inga Söring & Mustafa Boga í Listastofunni

#276331054 – Story Provided if Wanted
Kolbrún Inga Söring & Mustafa Boga

 

Opnunar partý / Opening party 6. Júlí, kl.18:00

6–19. Júlí, 2017
Weds–Sat / Mið–Lau 13:00–17:00

(English below)

‘#276331054 – Story Provided If Wanted’ – er viðbragð innan stærra hugtaks með titlinum “The Fouth Culture – A Micro Nation”. Viðbragð þetta fjallar um andleg og líkamleg mörk, setur spurningamerki við þau, tilveru þeirra og áhrif á líf okkar í samtímanum. Þetta er tilraun til að kryfja mörk þessi með hjálp sýn almennings. Mörkin skapa aðstæður þar sem almenningur mætir kringumstæðum sem stangast á við sýn samfélagsins af kyni, kynhneigð, þjóðerni og menningarlegum bakgrunni. Með þessu móti er fyrrum lærð hegðun brotin niður.

Listamennirnir að baki sýningarinnar eru Mustafa Boga frá Tyrklandi og Kolbrún Inga Söring frá Íslandi. Eins og gefur að skilja hafa þau mismunandi bakgrunn hvað varðar menningu og uppeldi. Þau mætast þó í sjónrænu tungumáli og fræðilegum áhuga sem fléttast fallega saman: slétt, ákaft og marglaga.
Saman hafa þau skapað verkið “The Fourth Culture – A Micro Nation”: rými sem heldur utan um gagnrýna sýn á samfélagið. Þar standa listamennirnir fyrir eigin ganrýnishugsun og styðjast við ólíka reynslu sína til þess að varpa ljósi á ýmis viðfangsefni. Með því að ögra skynjun almennings og opna hann fyrir andlegum og líkamlegum lestri á upplýsingunum sem þeim eru veittar. Hugmyndir verksins eiga að sá fræi í hugum almennings sem síðar bera uppskeru í formi frekari samtala.

Boğa hylur sig frá almenningi og ýtir því undir niðurbrot markanna á sama tíma og hann byggir það upp. Hann felur sig í þeim tilgangi að hugmyndir áhorfandans um hann hafi ekki áhrif á skilning þeirra. Þetta tengist sérstaklega uppruna, kyni og kynhneigð hans.
Hann felur sig í þágu hugmyndarinnar og sem viðbragð við eigin óöryggi. Með því neitar hann mismunun en á sama tíma ýtir undir ítarlegri skoðun. Þannig verður persónan Boğa sem gagnrýnt viðbragð, sem vekur spurningar tengdar skilningi á tvíræðum líkama hans og því sem honum fylgir.

Hinn óhefðbundni mikilleiki hversdagsins bergmálar í umhverfi Söring þar sem hún kemur á framfæri í landamæralausu viðhorfi til rýmisupplifunar. Upplifun sem áhorfandinn hefur sterk áhrif á. Með sína sérstæðu sýn á viðfangsefnin að vopni skapar hún yfirþyrmandi og tímabundna tilveru á huglægan og myndrænan hátt. Upplifun hennar af ólíkum menningarheimum utan Íslands hefur veitt henni víðtækan skilning og tækifæri að skoða menningarleg sérkenni frá ýmsum hliðum.

////////////////////////////  


‘#276331054 – Story Provided If Wanted’ is an action within a bigger concept titled ‘The Fourth Culture – A Micro Nation’ The action discusses mental and physical borders, questioning their existence and reach within our lives on a contemporary spectrum. With an attempt at dismantling of these borders through the mind of the public, they propose a circumstance where the public is confronted with a situation that contradicts societies collective view on gender, sexuality, cultural backgrounds and nationality. And in fact decolonizes previously learned behaviour.

The two artists, Mustafa Boga from Turkey and Kolbrun Inga Söring from Iceland, come from very different upbringings, however their visual language and theoretical interest interweave like a thick beautiful braid – Smooth, intense and layered. Together they become ‘The fourth culture – A Micro Nation’; a container for a critical view on society, through it they practice intense critical self reflection, using their opposite experiences, challenging the public’s perception and asking them to perform a mental and physical reading of the information presented to them. To initiate a dialogue that plants a seed in the publics mind which then can continue growing further in the mind of another.

As Boga covers himself from the public he initiates a border construction while at the same time a border deconstruction. He hides himself from the public so that their connotations on him do not influence them and their understanding. This has to do with both his origin, gender and sexuality. He hides himself from the public for the benefit of the concept, he hides the public from himself for the benefit of his own insecurities. He covers himself not only to refuse discrimination but rather to question it, his character becomes a critical reaction on society and is in fact questioning the public’s connotation and associations with his ambiguous body and accessories.

Within the project Söring resonates within the expression of a borderless attitude through a spatial experience, an experience that becomes both intrusive and influenced to and by the publics presence. Taking her way of looking at the subjects in question and transforming them both conceptually and visually into an overwhelming temporary existence. Her cultural experiences give her the possibilities to examine cultural identities from a broad understanding of different perceptions.


For further information please contact info@listastofan.com or (+354) 781-3216

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com