Borgarsögusafn

Knipl, baldýring, orkering – Heimilisiðnaðardagurinn á Árbæjarsafni 16. júní

Sunnudaginn 16. júní verður hinn árlegi handverksdagur Heimilisiðnaðarfélags Íslands á Árbæjarsafni. Dagurinn hefur notið mikilla vinsæla undanfarin ár, enda margt áhugavert og fallegt handverk sem ber þar fyrir sjónir.

Félagsmenn í Heimilisiðnaðarfélaginu munu venju samkvæmt sýna margvíslegt handverk, eins og útsaum, baldýringu, orkeringu, knipl, perlusaum, tóvinnu og prjón.

Í Kornhúsinu er ný sýning sem nefnist HEIMAT – tveir heimar og fjallar um komu þýskra kvenna til Íslands í leit að vinnu og betra lífi eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar.

Fyrir yngstu kynslóðina er tilvalið að heimsækja sýninguna Komdu að leika í safnhúsi sem kallað er Landakot en þar er mikill fjöldi leikfanga frá ýmsum tímum sem krökkunum er frjálst að leika sér með. Auk þess er fjölbreytt úrval af útileikföngum til staðar sem krökkum býðst að nota að vild, svo sem húla-hringir, snú-snú, kubb og stultur. Á gamaldags róluvelli verður hægt að leika í rólunum, vegasaltinu eða í sandkassanum.

Að vanda verður heitt á könnunni í Dillonshúsi.

Safnið er opið frá kl. 10–17 en dagskráin hefst kl. 13 og lýkur kl. 16.

Ókeypis aðgangur fyrir börn, eldri borgara og öryrkja.

Árbæjarsafn er hluti af Borgarsögusafni, eitt safn á fimm frábærum stöðum.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com