K&B

Kling&Bang: Sýningin Elämän vesi / Lífsins vatn / Water of Life opnar 25. janúar

Verið hjartanlega velkomin á sýningaropnun og gjörning laugardaginn 25. janúar klukkan 17

Ilona Valkonen, Hermanni Saarrinen, Vesa-Pekka Rannikko, Petteri Cederberg og Kristiina Uusital

Sýningarstjóri Juha-Heikki Tihinen

Elämän vesi / Lífsins vatn / Water of Life
25. janúar – 29. febrúar

Sýningin Elämän vesi / Lífsins vatn / Water of Life samanstendur af verkum eftir fimm finnska samtímalistamenn, þau Petteri Cederberg, Vesa-Pekka Rannikko, Hermanni Saarinen, Kristiina Uusitalo og Ilona Valkonen. Yfirskrift sýningarinnar, Water of Life (Aqua vitae) getur vísað í margt, t.d. Opinberunarbókina, samnefnt ævintýri eftir Grimm-bræður, brennivín og æskubrunninn. Yfirskriftin getur hvorutveggja verið dulræn og yfirnáttúruleg eða hversdagsleg og blátt áfram. Áhorfandanum er boðið að þræða sína leið í gegn um sýninguna. 

Vakin er athygli á því að á opnuninni mun þáttökugjörningurinn VIENO MOTORS: LIQUID KIT eftir Ilona Valkonen fara fram þar sem áhorfendum er boðið að eiga nána stund með blómum. Sýningin unnin í samstarfi við listamannarekna rýmið Forumbox í Helsinki. 

Í tengslum við sýninguna Elämän vesi / Lífsins vatn / Water of Life opnar í Norræna húsinu sýning eftir sama sýningarstjóra, Juha-Heikki Tihinen sem ber heitið LAND HANDAN HAFSINS og er sýning á verkum fimm finnskra listamanna sem veita innsýn í hugmyndir sínar og drauma um betri heim. LAND HANDAN HAFSINS opnar deginum á undan eða föstudaginn 24. janúar kl. 17. Listamenn sem sýna í Norræna húsinu eru Erik Creutziger, Marjo Levlin, Carl Sebastian Lindberg, Susanna Majuri og Pauliina Turakka Purhonen. Sýningin er framleidd af Pro Artibus stofnuninni í Finnlandi.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com