3a9cab5b C3b5 46a8 A64b 57e2d59ecb26

Kling & Bang. Lokahóf, leiðsagnir og listamannaspjall. 13. ágúst

Lokahóf, leiðsagnir og listamannaspjall
á sunnudag kl. 15

Verið velkomin á stuttar leiðsagnir sem fara fram á síðasta sýningardegi sýninganna Valbrá eftir Huldu Vilhjálmssdóttur og Kóreógrafískt ljóð fyrir hljómsveit eftir Þorgerði Þórhallsdóttur. Dorothee Kirch leiðir gesti um Valbrá og stýrir spjalli við Huldu og Hekla Dögg Jónsdóttir leiðir gesti um Kóreógrafískt ljóð fyrir hljómsveit.

Gjörningar og ljóðaflutningur tekur svo við og verður í höndum Huldu Vilhjálmsdóttur, Birnu Þórðardóttur og Sigtryggs Berg Sigmarssonar.

– Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir –
Kling & Bang er opið miðvikudaga tll sunnudaga kl. 12-18, kl. 12-21 fimmtudaga.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com