
Kling & Bang – Kvikmyndaklúbburinn Í Myrkri kynnir The Miner’s hymns
The Miners’ hymns
eftir Bill Morrison
End of summer
eftir Jóhann Jóhannsson
Miðvikudagskvöldið 21 Nóvember kl 20.00 í Kling & Bang
Annað sýningarkvöldkvöld kvikmyndaklúbbsins Í myrkri þennan veturinn er tileinkað kvikmyndatónskáldinu og kvikmyndagerðarmanninum Jóhanni Jóhannssyni. Sýndar verða tvær myndir; The Miner’s hymns í leikstjórn Bill Morrison þar sem Jóhann semur tónlist, og End of Summer sem Jóhann leikstýrir.
Það er ókeypis inn, en tekið verður á móti frjálsum framlögum.
Framlagið rennur beint til Minningarsjóðs um Jóhann Jóhannson með samkomulagi Bill Morrison.
Að kvöldunum standa kvikmyndagerðarkonurnar Yrsa Roca Fannberg, Ragnheiður Gestsdóttir og Þórunn Hafstað í samstarfi við Kling & Bang.