Klængur Gunnarsson

Klængur Gunnarsson // Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri

Þriðjudaginn 8. mars kl. 17-17.40 heldur Klængur Gunnarsson myndlistarmaður Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, undir yfirskriftinni Byrjunarreitur – Frábært en ókeypis? Í fyrirlestrinum fjallar Klængur um hvað bíður listnema eftir útskrift út frá sinni eigin reynslu. Auk þess mun hann tala um listamannarekin rými, samstarf við gallerí og liststofnanir, stöðu og umhverfi styrkja og fleira. Aðgangur er ókeypis.

Klængur Gunnarsson hefur unnið að ýmsum verkefnum eftir útskrift frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2011. Undanfarin tvö ár hefur hann verið virkur þátttakandi í listasamfélaginu á Norðurlandi og tekið þátt í sýningum, t.d. á Listasafninu á Akureyri, Alþýðuhúsinu á Siglufirði og Verksmiðjunni á Hjalteyri. Klængur er formaður Myndlistarfélagsins.

Þetta er átjándi og jafnframt næstsíðasti Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins en fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins og Myndlistarfélagsins. Síðasta fyrirlesturinn flytur Mille Guldbeck myndlistakona, þriðjudaginn 15. mars næstkomandi.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com