Artmess Teaser

Katrínu Ingu Jónsdóttur Hjördísardóttur // LISTMESSA í Ekkisens

LISTMESSA í Ekkisens sýninga- og viðburðarými
eftir Katrínu Ingu Jónsdóttur Hjördísardóttur

Sunnudaginn 6. mars hélt myndlistarkonan Katrín Inga fyrstu Listmessu af þremur í Ekkisens, sýninga- og viðburðarými á Bergstaðastræti 25B. Messan verður endurtekin 9. mars að kvöldlagi kl. 20:00 ásamt listamannspjalli að loknum gjörningin og 13. mars með lokaathöfn.

Með Listmessunni gefur Katrín Inga okkur tækifæri til að koma saman og tilbiðja listina. Sunginn er listsálmur, predikað og farið með svokallað listvor til að viðhalda trú okkar á listfyrirbærið. Listmessa endurspeglar að meðal annars þann fáránleika sem einkennir trúarbrögð oft á tíðum.

Listmessa er gjörningaverk sem hefur verið í gangi frá árinu 2009 en þá leit hún fyrst dagsins ljós á sýningu í Kling&Bang galleríinu á föstudegi langa. Eftir það hefur Katrín Inga ferðast með hana víða um heim og er nú kominn tími til að endurtaka athöfnina hér heima og þá sérstaklega í Ekkisens.

Verið innilega velkomin. 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com