Katrin Matthiasdottir

Katrín Matthíasdóttir – myndlistarsýning Haustgríma

„Hverf er haustgríma“ segir í Hávamálum og er nafn myndlistarsýningar Katrínar Matthíasdóttur sem opnaði á Bókasafni Kópavogs 2. október. Sýningin vísar til haustsins, tíma breytinga. „Þegar náttúran skiptir litum, fellir ham sinn og akarn, deyr eða leggst í dvala til þess eins að lifna við aftur að vori,” segir Katrín. Haustgríma vísar til tíðarinnar og stöðugra breytinga, undirbúnings og hins óvænta. Myndefni Katrínar er af ýmsum toga en um er að ræða dúkristur, vatnslita- og olíuverk. Verkin á sýningunni hafa öll eitthvað að fela. “Undir grímu er andlit og sál, manneskja af holdi og blóði. Stundum er gríman gáskafull og gamansöm en stundum alvarleg og áminnandi. Stundum þarf ekki grímu,” bendir Katrín á að lokum. Sýningin er í fjölnotasal aðalsafns og stendur til 31. október.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com