Karlotta Blöndal: Sýningarlok / End of Exhibition

Sýningu Karlottu J. Blöndal, Raddað myrkur, lýkur nú um helgina.
Á sunnudag kl.15 mun Karlotta halda listamannaspjall, en það er jafnframt lokadagur sýningarinnar.
Opið verður í dag, föstudag, 14-18, og laugardag og sunnudag 14-17.

IMG_0956

Einnig er vert að nefna að Karlotta verður þátttakandi í ráðstefnunni Imaginaire du Nord sem fram fer þessa dagana. Hún flytur erindi sitt undir yfirskriftinni Myrkrid og hið andlega í herbergi 202 í Odda á milli 13:30 og 15:30, laugardaginn 28. feb.
Hér má skoða dagskrá ráðstefnunnar http://www.imaginairedunord.uqam.ca/pdf/150220%20Programme.pdf

IMG_0901
Bókin ‘Raddað myrkur’ inniheldur fundargerðir og önnur gögn Tilraunafélagsins í Reykjavík sem varðveist hafa, í yfirfærslu og meðförum Karlottu.
Aðrir þátttakendur í bókinni eru Benedikt Hjartarson, Erlendur Haraldsson og Birna Bjarnadóttir. Tilraunafélagið í Reykjavík var félagsskapur sem rannsakaði miðilsgáfur Indriða Indriðasonar á árunum 1905-1909. Bókin og sýningin markar lok rannsóknar Karlottu á Tilraunafélaginu í samhengi myndlistar.

Verk Karlottu Blöndal hverfast um tvo meginþræði; annars vegar rannsókn hennar á sambandi okkar við hið náttúrulega og áþreifanlega, og hins vegar rannsókn hennar á hugmyndum okkar um hið yfirnáttúrlega og óáþreifanlega. Verkin taka á sig margs konar form; teikninga, bókverka og málverka, en einnig gjörninga og umhverfisverka. Þau ögra oft hefðbundnum skilyrðum myndlistar og skilja hvorki eftir sig heimild né spor, en þegar heimild verður til er hún gjarnan huglæg; háð skynjun Karlottu á abstrakt ferli sem hún hrindir af stað í rannsókn sinni. (Hanna Styrmisdóttir)

Karlotta Blöndal lærði við Myndlista-og Handíðaskóla Íslands og Listaakademíunni í Malmö hvar hún fékk M.A. í myndlist. Hún hefur víða unnið að eigin verkum og sýningarhaldi auk þess að koma að ýmsum listamannareknum rýmum ss. Nýlistasafninu í Reykjavík, Signal sýningarrýminu í Malmö og sem meðútgefandi og ritstjóri Sjónauka, tímarits um myndlist. Hún er einnig félagi í Könnunarleiðangrinum á Töfrafjallið.

‘Raddað myrkur’ er styrkt af Myndlistarsjóði.

Karlotta_titill1b

This is the final weekend of Karlotta Blöndal’s exhibition ‘Voices Through Darkness’.
On Sunday 1st of March, at 1500h, Karlotta will have an artist talk at Harbinger Project Space.
The final opening days of the exhibition are; Friday 14-18h, Saturday and Sunday 14-17h.

Karlotta will also have a presentation at the conference Imaginaire du Nord, which now takes place in Reykjavík. She will present under the headline Darkness and the Spiritual, at Oddi Campus, room 202, Saturday 28th of February between 13:30 and 15:30.
Here is a link to the programme of the conference  http://www.imaginairedunord.uqam.ca/pdf/150220%20Programme.pdf

About the book:
‘Voices Through Darkness’ contains the meeting logs of The Experimental Society of Reykjavík, along with other documents which have been preserved; transcribed and presented by Karlotta.
Other contributors are Benedikt Hjartarson, Erlendur Haraldsson and Birna Bjarnadóttir. The Experimental Society of Reykjavík was a fellowship for investigating the mediumship of Indriði Indriðason during the years 1905 to 1909. The book and the exhibition mark the end of Karlotta’s research into The Experimental Society in the context of visual art.

Karlotta Blöndal studied at Myndlista-og Handíðaskóli Íslands and at the Art Academy of Malmö, where she received her M.A. of Fine Art. She has partaken in operating various artist-run exhibition spaces, such as The Living Art Museum of Reykjavík, Signal Center for Contemporary Art in Malmö and was the co-publisher and editor of  Sjónauki, a magazine devoted to visual art. She is also a partner of the exploration of the Magic Mountain.

‘Voices Through Darkness’ was funded by the Icelandic Art Fund.

        ———————————————————————————

               

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com