Kanill 2015 Bordi

Kanill – Jólasýning SÍM 2015

Verið hjartanlega velkomin á opnun jólasýningar félagsmanna SÍM 2015 – Kanill

Opnun verður í Hafnarstræti 16, þann 4. des frá kl. 17-19 –  léttar jólaveitingar í boði.

Sýningin verður opin á skrifstofutíma kl. 10-16, alla virka daga frá 4 – 22.des.
Lagt var upp með að setja upp fjölbreytta samsýningu þar sem stærð, verð og miðill verkanna væri frjáls. Einnig voru listmenn eindregið hvattir til að sýna  annað en hefðbundin “listaverk”, s.s  bækur/bókverk, fjölfeldi, innrammaðar skissur, o.s.frv.

Sýningarsalur SÍM í Hafnarstrætinu stendur fyrir fjölbreyttum listasýningum  þar sem félagsmenn setja reglulega upp sýningar auk þess sem gestalistamenn SÍM halda sýningu á verkum sínum  í lok hvers mánaðar.

Hjartanlega velkomin á Kanil, við hlökkum til að sjá sem flesta.

Jólakveðja,

SÍM.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com