Kaffi Korpkort200

Kaffiboð á korpúlfsstöðum – sýning

KAFFIBOÐ Á KORPÚLFSSTÖÐUM – SÝNING Í GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR – 8/11/2015 Kl. 15:00

Anna Gunnlaugsdóttir hefur notað konuna sem efnivið í málverk sín svo til allan sinn feril og stillt henni upp á þann hátt sem viðfangsefnin krefjast hverju sinni.

Á listviðburðinum „Kaffiboð á Korpúlfsstöðum“ sunnudaginn 8. nóvember býður Anna  gömlum og nýjum vinkonum sínum, máluðum á striga, í kaffiboð á „Veggnum“ í Gallerí Korpúlfsstöðum ásamt því að bjóða gestum og gangandi og eldri vinum sínum og nýrri að þiggja kaffiveitingar í galleríinu milli kl. 15:00 og17:00

Sýningin stendur til 30. desember 2015.

Gallerí Korpúlfsstaðir er opið miðvikdaga til föstudagadaga kl. 14 – 18

og laugardaga kl. 12 – 16.

 

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com