kæru listamenn í KorpArt

Nú eru ekki nema rétt um 2 vikur í kvöldopnunina hjá okkur þann 26. nóv. og að mörgu er að hyggja.

Þar sem það komu engar snjallar hugmyndir að samýningunni ákvað stjórnin að ANDSTÆÐUR yrði þemað að þessu sinni.

Fyrirvarinn er að verða mjög stuttur og verðum við því að biðja ykkur að svara fyrir föstudag ef þið viljið vera með á samsýningunni.

Gert er ráð fyrir að verkin verði sett upp í fremra rýmið á hlöðuloftinu.

Við kaupum eitthvað af útikertum og greni úr sameiginlega sjóðnum okkar, en gott væri að allir hjálpuðust að við að gera vinnustofur og umhverfi hlýlegt og bjart.

Við auglýsum á sama hátt og venjulega: Sjónvarp, útvarp, FB-event og á póstlistum.

Að lokum minni ég á fimmtudagshittinginn á kaffistofunni á morgunn kl.12:30.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com