
Klængur Gunnarsson í SÍM salnum – síðasta sýningarvika
Þann 3. mars sl. opnaði Klængur Gunnarsson einkasýningu sína Hjúpur í sýningarsal Sambands Íslenskra Myndlistarmanna, Hafnarstræti 16.
Sýningin stendur til og með 24. mars.
Á sýningunni má sjá ljósmyndir af hinum litlu og ómeðvituðu innsetningum sem við höfum flest tekið þátt í að skapa í gegnum tíðina – hinn heilagi samtíningur hversdagsins í aftursætum bifreiða.
Klængur Gunnarsson útskrifaðist frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2011 og hefur sýnt víða frá útskrift, hérlendis og erlendis. Meðal sýningarstaða má nefna Listasafn Reykjavíkur, Listasafnið á Akureyri, Verksmiðjan á Hjalteyri, Nýlistasafnið, Alþýðuhúsið á Siglufirði, Palais de Tokyo í París, Galleri PFOAC í Montreal og þátttaka í tvíæringnum Mediterranea 16 í Ancona á Ítalíu.
Nánari upplýsingar um listamanninn er að finna á vefsíðunni www.klaengur.org