Vistrækt

Jurtir og skynjun – Samskipti plantna og ræktun

Hildur Bjarnadóttir og Dagný Guðmundsdóttir

Hildur Bjarnadóttir er myndlistarmaður sem hefur, í verkum sínum, skoðað plöntur og tengsl þeirra við þann stað sem þær vaxa á. Dagný Guðmundsdóttir og maður hennar Sigurður Jónsson búa á Skyggnissteini nyrst í Tungunum en líf þeirra gengur út á fjölbreytta ræktun í anda vistræktar (permakúltúr). 

Þér er boðið til okkar laugardaginn 29. júní að fræðast, njóta náttúrunnar og tengja hana við myndlistina. Hildur mun ræða um eiginleika plantna til að tjá sig, tala saman, færa sig úr stað, verja sig og gera ýmislegt sem vanalega er talið til mannlegra eiginleika. Hún mun sýna verk nokkurra myndlistarmanna í tengslum við viðfangsefnið. Dagný sýnir ræktunina, segir frá hvernig hún nýtir villtar jurtir og ræktaðar. Gestir fá góða máltíð beint úr garðinum og smakka það sem verið er að gera á staðnum.

Hópurinn er lítill þannig að hann rúmist við eldhúsborðið. Við byrjum kl. 10 á Skyggnissteini (3 km frá Geysi) og gerum ráð fyrir að vera búin kl. 16. Verð: 15.000 kr. Skráning í síma 847 0946 eða í dagny@dagny.is

Viðburðir seinna í sumar:
Jurtir og skógarnytjar laugardaginn 20. júlí
Bjarni Þór Kristjánsson og Dagný Guðmundsdóttir

Jurtir og jóga laugardaginn 27. júlí
Arnhildur Lilý Karlsdóttir og Dagný Guðmundsdóttir

Jurtir og vinnsla Laugardaginn 24.ágúst
Dagný Guðmundsdóttir

Nánar um viðburðina:
http://skyggnissteinn.blogspot.com/2019/05/ro-vibura-tengsl-vistrktar-og-menningar.html

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com