20161228 112125

Joris Rademaker sýnir í Studio Gallery Hier und Jetzt í Berlín.

Joris Rademaker sýnir innsetningu í Studio Gallery Hier und Jetzt, Langhansstr. 116 Berlin.
Opnun sýningarinnar verður  5.janúar kl.19 til 22.
Sýningin stendur til 12. Janúar. Opið frá 6. 7. 11. og 12. janúar frá kl. 14. til 18.
Allir velkomnir.
Titill innsetningarinnar er, Berlin Island, Gautaborg Hollandi.
Á sýningunni blandar Joris saman mismunandi verkum, efni og tækni frá mismunandi tímum, stöðum og löndum. Hér blandar hann þessu öllu saman í nýtt samhengi.
Aðal viðfangsefni sýningarinnar er íslensk náttúra og erlend í samtali við hans hendur og líkama. Það er samtal við innra og ytra umhverfi. Með því að búa í mismandi löndum, borgum og stöðum hugsar hann um sjálfan sig sem menningarlegan hirðingja (nomand).
Akureyrarstofa veitti Joris ferðastyrk vegna sýningarinnar. Hann dvaldi og vann í mánuð i gestavinnustofu SIM  í Berlin.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com