Jonna2

JÓNBORG – SÓLBORG á Bókasafni Háskólans á Akureyri

Jónborg Sigurðardóttir sýnir á Bókasafni Háskólans á Akureyri. Sýningin opnaði 13. janúar og varir til 10. febrúar. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Sýningin JÓNBORG – SÓLBORG er partur af sýningarröð sem listakonan tengir við nafn sitt.

Sólborg var áður fyrr vistheimili fyrir fatlaða en nú er HA í því húsnæði. Húsnæðið var úr alfaraleið og þurftu vistmenn að fara fótgangandi langar leiðir til að komast ferða sinna, auk þess sem stofnunin hafði einn bíl til umráða.

Margt hefur breyst á þeim árum sem liðin eru frá því að stofnunin var lögð niður og hafa vistmenn fengið önnur og betri heimili þar sem þarfir og aðbúnaður er betri og einstaklingsmiðaðri og búa þeir víðsvegar um bæinn.

Málverkin eru portrett; akril á striga af 5 einstaklingum sem áður bjuggu á Sólborg.

Jonna – Jónborg Sigurðardóttir útskrifaðist úr Fagurlistadeild Myndlistarskólans á Akureyri vorið 1995. Jonna hefur unnið að myndlist síðan auk annarra starfa og uppeldi 5 barna.

Myndlist hennar spannar vítt svið allt frá málverki til innsetninga og hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga auk einkasýninga og staðið fyrir ýmsum uppákomum.

Undanfarið ár hefur Jonna aðallega unnið verk með endurvinnslu og umhverfisvitund í huga auk málverka.

Opnunartími bókasafnsins er mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 8:00 – 16:00 og þriðjudaga og fimmtudaga kl. 8:00 – 18:00. Lokað um helgar.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com