IMG 5953

Jónborg Sigurðardóttir opnar myndlistasýninguna SJÚKDÓMAR í Kartöflugeymslunni

Jonna – Jónborg Sigurðardóttir opnar myndlistasýninguna SJÚKDÓMAR í Kartöflugeymslunni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 19.maí kl.14.

Á sýningunni SJÚKDÓMAR sýnir Jonna heklaða skúlptúra þar sem hún túlkar sýn sína á sjúkdóma ,raskanir og heilkenni þetta er bara byrjunin á þessu verkefni en frá því í janúar hefur hún heklað yfir 60 sjúdóma og á eftir að halda áfram með þessa sjúklegu sjúkdóma þar til að þeir verða langt yfir 100.

Aðdragandi sýningarinnar var sá að Jonna greindist með sortuæxli í auga og byrjaði hún þá að hekla sína eigin sjúkdóma og segir Jonna að þetta hefur verið einskonar hugleiðsla að geta handfjatlað sortuæxlið sitt og í kjölfarið bjó hún til sjúkdóma annarra og jafnvel útdauða sjúkdóma, Skúlptúrarnir á sýningunni eru m.a. kvíði, kæfisvefn, alsheimer, streptakokkasýking, berklar, Svartidauði, klamidia, lungnaþemba og allskonar aðrir sjúkdómar. Jonna segir: ,,Ef þinn sjúkdómur er ekki á sýningunni geturu skrifað nafnið á honum og skilið eftir á sýningunni og hann verður heklaður síðar”.

Jonna útskrifaðist úr fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 1995 og sem fatahönnuður frá Københavns Mode- og Designskole 2011. Myndlist hennar spannar vítt svið, allt frá málverki til innsetninga. Hún hefur verið mjög virk í listalífinu á Akureyri síðustu árin, haldið einkasýningar,tekið þátt í samsýningum og staðið fyrir uppákomum

Á sýningunni hefur Jonna komið fyrir söfnunarbauk fyrir Hollvinasamtök SAK, Sjúkrahússins á Akureyri.  Opnunartími er 14-17 um helgar en kl.10-16 virka daga. sýninginn stendur til 31.maí.

Allir velkomnir.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com