Jón Þór

Jón Thor Gíslason opnar sýningu sína “Ljósbrot” í Mokka Kaffi við Skólavörðustíg

Þann 11. apríl opnar Jón Thor Gíslason sýningu sína “Ljósbrot” í Mokka Kaffi við Skólavörðustíg, en þar sýnir hann auk akrýlmálverka, kola og blýantsteikningar.

1994 lauk Jón Thor einskonar meistaranámi (Aufbaustudium) við Staatliche Akademie der Bildenden Künste hjá Prófessor Erich Mansen í Stuttgart, Þýskalandi og ílengdist þar í landi eftir námið.

Síðastliðin 22 ár hefur hann búið og unnið að list sinni í Düsseldorf og haldið fjölda sýninga víða um heim.

Engin sérstök opnun á sýningunni mun eiga sér stað, en listamaðurinn mun vera viðstaddur frá klukkan 12 til 18, allan opnunardaginn og fyrstu sýningarhelgina þann 13. og 14. apríl.

Sýningunni lýkur 5. júní 2019

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com