
JÓLATILBOÐ FYRIR FÉLAGSMENN – MEIRA PLAST UM JÓLIN
Sviðslistarhópurinn Marble Crowd veitir félagsmönnum SÍM 50% afslátt á sviðsverkið Eyður sem er einugis sýnt tvisvar á stóra sviði Þjóðleikhússins þann 15.& 20.janúar
Ekki láta þessa einstöku sýningu fram hjá ykkur fara.
Með því að nota þennan afsláttarlink má kaupa miða á afslættarverði. Einnig er hægt að nálgast miða í miðasölu Þjóðleikhússins og fá þá í hátíðlegri gjafaöskju ásamt fallegri veggmynd.
TILVALIÐ Í JÓLAPAKKANN.

Um verkið:
Í Eyðum skoðar sviðslistahópurinn Marmarabörn sambandið á milli eyja og minnis. Hver staður býr yfir minningum, hvert einasta sker á sér mörg þúsund ára sögu. Minningar okkar líkjast skerjum í skerjagarði, sem eru í raun efstu lögin á víðfemu neðansjávarlandslagi. Hvað viljum við muna og hverju reynum við að gleyma í sögunni um okkur sjálf?
Í sýningunni fylgjumst við með örlagaríkri svaðilför fimm strandaglópa sem, eftir að hafa lengi hrakist um hafið, ranka við sér á söndugum ströndum skerjagarðs með óteljandi eyjum. „Hún sagði að paradís væri líklega á einhverri eyjunni en þar væri helvíti líka.“
Marmarabörn (Marble Crowd) skapa sjónræn sviðsverk þar sem hópurinn gerir atrennur að mögulegum og ómögulegum verkefnum. Eyður er önnur sýning þeirra í samstarfi við Þjóðleikhúsið en fyrri sýningin, Moving Mountains, var tilnefnd til gagnrýnendaverðlauna evrópska tímaritsins Tanz 2017 og var tilnefnd til Grímuverðlaunanna 2019 í flokknum danshöfundur ársins.
Flytjendur:
Katrín Gunnarsdóttir, Kristinn Guðmundsson, Saga Sigurðardóttir, Sigurður Arent Jónsson og Védís Kjartansdóttir