ásmundarsalur

Jólasýningin Ég hlakka svo til í Ásmundarsal

Jólasýningin Ég hlakka svo til opnar í Ásmundarsal næstkomandi laugardag, 7. desember klukkan 15:00. Í ár munu um 160 listamenn taka þátt en hér að neðan má sjá smá samantektartexta um sýninguna.

Ég hlakka svo til er sölusýning um 160 listamanna. Verið er að endurvekja gamla hefð en sölusýningar voru haldnar fyrir jólin í Listvinasalnum á fimmta áratug síðustu aldar. Þá voru verk þekktustu listamanna þjóðarinnar sýnd samhliða verkum yngri og lítt þekktari listamanna.

Um 500 verk verða til sölu á sýningunni og hægt verður að pakka þeim beint í silkiþrykktan jólapappír á innpökkunarstöð Prents & vina sem sjá um sýningarstjórnun.

Í Gryfjunni verður sett upp grafíkverkstæði þar sem valdir listamenn eru fengnir til að vinna verk í upplagi á hverjum degi yfir sýningartímabilið.
Það sem er líka gaman að segja frá að við höfum tekið saman myndir og upplýsingar um hvern og einn listamann sem tekur þátt í sýningunni þannig að þetta er góð samtímaheimild um íslensku listasenuna.

Hér má svo sjá opnunatímana á jólasýningunni:

7. desember 15:00 – 18:00

8. desember 9:00 – 18:00

9. – 13. desember 8:00 – 18:00

14. og 15. desember 9:00 – 18:00

16. – 18. desember 8:00 – 18:00

19. og 20. desember 8:00 – 20:00

21. og 22. desember 9:00 – 20:00

23. desember 8:00 – 20:00

Aðfangadagur –  lokað

Jóladagur – lokað

Annar í jólum – lokað

27. desember 8:00 – 17:00

28. desember 9:00 – 17:00

29. desember 9:00 – 17:00

30. desember 8:00 – 17:00

31. desember – lokað

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com