Ce3e599c A81d 4009 86e4 7f8479569284

Jólabúðingur Nýló á vetrarsólstöðum

Fimmtudaginn 21. desember, á vetrarsólstöðum, verður lifandi dagskrá í Nýlistasafninu milli kl. 17:00 – 21:00. Dagskráin hefst klukkan 17:00 með Matarlausa matarmarkaðinum & Radio Sandwich.

Klukkan 20:00 hefst ljóðaupplestur þar sem sex rithöfundar og skáld stíga á svið sem öll hafa gefið út ljóðabækur á árinu en þau eru:
Bergþóra Snæbjörnsdóttir – Flórída
Fríða Ísberg – Slitförin
Hallgrímur Helgason – Fiskur af himni
Jón Örn Loðmfjörð – Sprungur
Kristín Ómarsdóttir – Kóngulær í sýningargluggum
Kött Grá Pjé – Hin svarta útsending

Matarlausi matarmarkaðurinn er sölubás sem selur einungis óæt myndlistarverk sem fjalla um mat. Básinn verður aðeins opinn þetta eina kvöld frá kl. 17-21. Í básnum verða verk eftir Ívar Glóa Gunnarsson, Geirþrúði Einarsdóttur og Gylfa Freeland Sigurðsson, Báru Bjarnardóttur og Kristínu Helgu Ríkharðsdóttur.

Hlustunarpartí RADIO SANDWICH, kl.17-20. Radio Sandwich er nýr miðill sem er sérgerður fyrir tónverk myndlistarmanna. Í þessari útsendingu sem ber nafnið “RADIO SANDWICH: EP 1” verða frumflutt fimm ný tónverk eftir þá myndlistarmenn sem taka þátt í Matarlausa Matarmarkaðnum. Þau koma fram undir nöfnunum 900 stig, Mr. Glowie, Queen B og Bossy.

Skipuleggjendur Matarlausa Matarmarkaðsins & Radio Sandwich eru Kristín Helga Ríkharðsdóttir og Bára Bjarnadóttir.

Dagskráin fer fram milli 17-21 og er ókeypis inn.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com