Screen Shot 2016 09 30 At 09 15 01

Jóhanna Kristbjörg opnar í Gallerí Gangi

Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir opnar sýningu sína í Gallerí Gangi næstkomandi föstudag (25. nóvember) á milli klukkan 17 og 19. Listamaðurinn verður sjálfur viðstaddur opnun sýningarinnar. Boðið er upp á léttar veitingar eins og venja er fyrir og allir eru hjartanlega velkomnir.

Sýningin stendur til 12. janúar 2017.
Opnunartímar eftir samkomulagi, fyrir utan opnunina sjálfa.

Verk Jóhönnu eru oftast margþættar innsetningar þar sem hún blandar saman ólíkum miðlum, svo sem viðarskúlptúrum, videoverkum, textum, gjörningum og hefðbundnum olíumálverkum. Verkin eru oft abstract, ljóðrænt mótuð út frá formum, litum og upplifunum. Leikgleði er ríkur þáttur í verkum hennar, ásamt vísunum í listasöguna jafnt og samtímans.

Í Ganginum blandast verkin vel inn í þann anda sem fyrirfinnst á heimili Helga og Margrétar. Má jafnvel segja að nokkurs konar samruni myndist, þar sem verkin renna inn í heildina og láta eins og heima hjá sér.

Jóhanna Kristbjörg f. 1982, Reykjavík, Ísland, er nýlega flutt aftur til Reykjavíkur eftir nokkura ára dvöl í Belgíu þar sem hún lauk M.A við málaradeild KASK (2013) og tveggja ára postgratuate námi frá HISK, Higher Institute for Fine Arts (2014 – 2015).

Jóhanna starfar með Trampoline Gallery í Antwerp og hefur sýnt verk sín víðsvegar á undanförum árum, má þar nefna listasafnið S.M.A.K í Gent, Moscow Biennale 2015, Andersen’s Contemporary í Kaupmannahöfn, Ornis A. Gallery í Amsterdam. Jóhanna opnar einkasýningu 9. desember næstkomandi í KUNSTHALLE São Paulo í Brazilíu.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com