6672d7ea 5d40 4937 8ac6 1752bb94c6b4

Jarðhæð: Síðustu sýningardagar í Hafnarhúsi

Síðasti dagur sýningarinnar Jarðhæð eftir Ingólf Arnarsson í Hafnarhúsi er sunnudagurinn 10. febrúar. 

Ingólfur hefur verið áhrifamikill í íslensku listalífi allt frá því að hann lauk listnámi í Hollandi snemma á níunda áratugnum. Teikning hefur ætíð skipað veigamikinn sess í listsköpun hans en teikningar Ingólfs einkennast af fíngerðum línum, nákvæmni og tíma. Hann hefur jafnframt unnið verk á steinsteypu þar sem þyngd iðnaðarframleiddra eininga myndar undirlag næmra litatóna.

Á sýningunni í A- sal Hafnarhúss eru ný verk, nákvæmlega útfærð fyrir rými salarins. Segja má að verk Ingólfs séu aldrei einangruð fyrirbæri heldur ætíð hluti af úthugsaðri innsetningu og sýningarrými. 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com